Sjóbirtingssvæðið Laxá og Brúará er í Fljótshverfi. Fljótshverfi er austur af Síðu í Skaftárhreppi. Veiðisvæðið afmarkast af; Reykjarhyl í Laxá, fossi ofan við Manghyl í Brúará og vatnamótum við Djúpá eða allnokkuð niður með varnargarði neðan við þjóðveg 1.  Veiðisvæðið og umhverfi er fallegt og eru veiðistaðir fjölmargir og fjölbreyttir.  Aðeins er um haustveiði að ræða en uppistaða í veiði er Sjóbirtingur en einnig veiðist þar bleikja og stöku lax.

Hér eru seldir stakir dagar, frá morgni til kvölds. Stangirnar eru seldar saman í 1 pakka, hvern dag. Verðið á dögunum eru fyrir báðar stangirnar. Verði er kr. 50.000.

Ekkert veiðihús er á staðnum.

Leyfilegt agn fram til 10. október er fluga, maðkur og spúnn. Eftir það er fluga Leyfilegt agn. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa afla eins og kostur er.