Litla-Þverá rennur í Þverá. Hún er laxgeng um 12 kílómetra að Kambfossi. Í Litlu-Þverá eru nokkrir mjög góðir veiðistaðir. Litla-þverá var seld sumarið 2013 í fyrsta sinn sem sér veiðisvæði. Þar sem um fyrsta ár í sérsölu var að ræða, þá var áin veidd í aðeins 45 daga á 2 stangir. Það sumar var veiðin 132 laxar og gekk veiði því vonum framar þetta fyrsta ár. Ekkert var sérstaklega selt í ána sumarið 2017 en árin 2014-2016 var lítilega veitt í ánni. Á þurrum sumrum getur áin orðið lítil en veiðitímabilið 2018 verður fyrst og fremst veitt að hausti til, þegar vatnsbúskapur á að vera hvað bestur. Seldir eru heilir, stakir dagar. stangir saman í pakka. Ekkert veiðihús er við ána. Verði er stillt í hóf.

Áin er mjög aðgengileg. Hún fellur efst í lágu gljúfri en svo fram á láglendi . Þar einkennast hyljir af grasbakka og malarbökkum. Áin er um 12 km löng með fjölda veiðistaða. Gullskemmtileg lítil á í hjarta Borgarfjarðar. Góða veiðistaðalýsingu er að finna í bókinni um Þverá og Kjarrá.

Leyfilegt agn er fluga og kvóti 1 lax á st á dag.

Bókanir fyrir 2020 eru hafnar – seldar eru 2 stangir saman í pakka, stakir dagar. Stangarverðið er almennt kr. 26.000, dagurinn á kr. 52.000. Fyrsti formlegi dagur tímabilsins er á kr. 66.000, báðar stangirnar.