/, Silungsveiði, Veiðileyfi/Mýrarkvísl – vorveiði

Mýrarkvísl – vorveiði

Ekki til á lager

Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri. Mýrarkvísl er rúmlega 31 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni og ólíkt flestum íslenskum veiðiám þá er lítið um miklar fyrirstöður fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss en í honum eru tveir miklir laxastigar. 4 stangir veiða að hámarki í Mýrarkvísl á hverjum degi og leyfilegt agn er fluga.

Mýrarkvísl er ekki bara stórgóð laxveiðiá, heldur einnig frábær urriðaá. Hér að neðan eru veiðileyfi í Myrarkvisl í apríl og maí. Veiðimenn veiða fyrst og fremst urriða á þessum tíma árs. Á vorin veiðist oft mikið af vænum urriða. Vorið 2018 veiddist mikið af urriða +50cm langir og margir sem voru +60 cm.

Veturinn 2016-17 var nýtt veiðihús byggt við Mýrarkvísl og er það með 4 2ja manna herbergjum. Innifalið í verði veiðileyfa hér að neðan er gisting í nýja veiðihúsinu. Sængur og koddar eru til staðar en veiðimenn koma sjálfir með sængurföt. Hægt er að fá uppábúin rúm fyrir vægt gjald. Einnig er hægt að kaupa þrif.

Eins og áður kemur fram veiða 4 stangir í Mýrarkvísl dag hvern. Í vorveiðinni er hægt að bóka Stakar stangir í staka daga.

Sjá að neðan.

Vörunúmer: MYR-1 Flokkar: , ,