Bókanir fyrir 2020 eru hafnar

ATH. Verðið er heildarverð fyrir daginn. Heimilt er að veiða á allt að 3 stangir.

Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Veiðimenn sem veiða Norðurá II – Fjallið, dvelja í mjög góðu „self catering“ húsi „Skógarnef“, sem er í landi Hvamms, neðarlega á veiðisvæðinu.

Veiðisvæði Norðurá II er hreyfanlegt yfir tímabilið: Er neðst í ánni frá opnun og fram í byrjun júlí og er þá kallað Munaðarnessvæðið og er síðan efsti hluti Norðurár eftir það og er þá kallað Fjallið. Veiðisvæðið sem hér er til sölu er Munaðarnessvæðið. Það nær frá Engjanefi að neðan og til og með Kálfhylsbrotinu að ofanverðu. Veitt er með allt að 3 stöngum á Munaðarnessvæðinu og eru þær stangir seldar saman í 1 pakka. Fluga er eina leyfilega agnið. Verðið á stangardag er mjög sanngjarnt, eða frá ca. 21.300 til 31.000.

Leyfilegt að taka 3 smálaxa á dag, undir 70 cm.

Á þessu svæði eru nokkrir mjög fínir veiðistaðir en einnig gengur í gegnum svæðið, allur fiskur sem er á leið uppá aðal svæði Norðurár.

Seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds. Veiðitími 8-13 og 16-22. Ekkert hús er á svæðinu. Hefðbundin pása er frá 13-16.

Hérna er frásögn af veiðidegi á Munaðarnessvæðinu.</