Ölfusá – Selfoss – Austurbakki

2 stanga svæði á austurbakka Selfoss. Efri mörk svæðisins eru rétt fyrir neðan Sjúkrahúsið á Selfossi. Neðri mörkin við enda byggðarinnar, að sunnanverðu. Þar má sjá klett sem markar enda svæðisins. Aðal veiðisvæðið nær frá horni, sunnan við kirkjugarð Selfossbæjar, og um 700 metra neðar.

Svæðið er í landi jarðanna Selfoss I og Selfoss II

Um þetta veiðisvæði gengur mikið af laxi, frá miðjun júní og fram eftir sumrinu. Í byrjun júlí byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga upp svæðið og nær sjóbirtingstíminn hámarki í ágúst og fram í byrjun september.

Veiðisvæði neðan Brúar er ægifagurt – Flottir strengir og fallegar breiður. Vitað er að mikið af fiski gengur upp Ölfusána á þessu svæði og eru veiðimenn hvattir til að vera duglegir að „skanna“ svæðið til að hjálpa okkur að kortleggja gönguleiðir og stoppustaði fisksins.

Veiðimenn verða að fara varlega í Ölfusá, eins og öllum öðrum vatnsföllum. Ekki skal vaða út, nema rétt í flæðarmálið í grunnu vatni í Ölfusá.

Seldar eru 2 stangir, saman í pakka – 1 heilan dag í senn. Greitt er fyrir 2 stangir sem veiða neðan við brú, en veiða má á stöng nr 3 ofan brúar – en ATH. ekki má vaða útí ána ofan brúar.

Verð á stangardag er stillt í hóf, er frá kr. 19.900

Veiðitímabil: 21. júní – 24. september

Veiðitími: 7-13 og 16-22. Frá 20. ágúst er seinni vaktin frá 15-21

Agn: Fluga er eina leyfilega agnið. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum laxi, en heimilt er að halda einum smálaxi per stöng, laxi undir 68cm. Heimilt er að halda sjobirtingi, í hófi.

Hér er kort af svæðinu: