Nýtt og spennandi tilraunaveiðisvæði. Um er að ræða veiðar á sjóbirting og sjóbleikju með laxavon við ós Hítarár að vestanverðu.

Veitt er á tvær stangir 12 tíma á dag.

Veiðitímabilið er frá 16. júní til 20. september.

Eingöngu er leyft að ganga um veiðisvæðið. Bílum og ferðavögnum má leggja innan merktrar girðingar á bílastæði, snyrting er á svæðinu, veiðimenn sjá að öðru leyti um sig sjálfir. Ekkert veiðihús. Heilir dagar.

Eingöngu er leyft að veiða á flugu með flugustöngum og veiðimenn mega hirða 3 fiska á stöng á dag. Öllum laxi skal sleppt. Afla skal skrá í Hítarneskoti við brottför, veiðimenn eru áminntir um snyrtilega umgengni og beðnir að taka allt rusl með sér við brottför. Þeir sem hafa áhuga á kaupa gistingu á svæðinu er bent á Hítarneskot (www.hitarneskot.com).

Ekið er að Hítarneskoti og þar tekinn merktur slóði að bílastæði.

Flóðatafla. Bæta þarf við 29 mínútum til að fá nákvæman tíma við ós Hítarár.

Verð: 2 stangir á dag 20.000. Dagstöngin á kr. 10.000