Skorradalsvatn er í Skorradal í Borgarfirði í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, en Skorradalurinn er ákaflega fallegt svæði og er þar nokkuð mikil sumarhúsabyggð.
Þetta er nokkuð mikið stöðuvatn og liggur það í um 60 metrum yfir sjávarmáli og er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að mestum parti. Þetta er djúpt vatn eða um 48 metrar þar sem það hefur verið mælt dýpst, en meðaldýptin er um 25 metrar.

Úr vatninu rennur Andakílsá sem er þekkt laxveiðiá, og í vatnið rennur svo Fitjaá sem rennur úr Eiríksvatni.

Í Skorradalsvatni er mikið af fiski, sem að mestu er smábleikja, en þarna eru einnig risavaxnar bleikjur og gríðarvænir urriðar.
Heimildir segja að stærsta veidda bleikja á Íslandi hafi veiðst í Skorradalsvatni, hvenær það var er ekki vitað, en samkvæmt heimildum vó hún um 20 pund. Bleikjur allt að 15 pund veiðast alltaf af og til í vatninu og urriðinn hefur verið allt að 14 pund.
Skorradalsvatn er nokkuð að grunnt næst landi en svo dýpkar það hratt. Helst er að fiskurinn haldi sig í kantinum þarna.

Leyfilegt agn: Maðkur, fluga, og spónn.

Veiðitími: 24/7 á tímabilinu 20. apríl – 20. sept.

Ágætur vegur er að mestu í kringum vatnið þó er kafli við sunnan vert vatnið sem er eingöngu fær 4×4 bílum.

Óheimilt er að tjalda við vatnið tjaldstæði er í Selskógi og er veiðimönnum bent á að tjalda þar.
Óheimilt er að kveikja elda í Skorradal.
Veiðimenn skulu hafa veiðileyfi með sér og sýna þau eftirlitsmönnum ef beðið er um. Veiðimönnum ber að fara eftir veiðireglum og virða veiðibannsvæði. Veiðimönnum ber að ganga vel um landið og skilja ekki eftir sig rusl að veiðilokinni.

Veiðikort allt svæðið (1) – Veiðikort Skorradalsvatn vesturVeiðikort Skorradalsvatn austur (1)

Veiðisvæðið:

Óheimilt er að veiða á eftirtöldum svæðum: ( veiði er leyfð annarsstaðar í vatninu).

  • Allt land jarðarinnar Vatnsenda. Frá landamerkjum Vatnsenda og Grundar lækur sem liggur í skurði út í vatn fyrir neðan brekku á veginum.
  • Fyrir landi Haga í Skorradal – frá girðingu neðan við sumarhúsabyggð á Stóru-Drageyri ( vegurinn fer í gegnum girðinguna) að læk austan við sumarhús Landspítalans þar er skilti markar mörk friðlands í Vatnshornskógi.
  • Fyrir neðan sumarhúsabyggðina í Hvammi að Athafnasvæði Skógræktarinnar.
  • Fyrir neðan sumarhúsabyggðina í Dagverðarnesi inn fyrir innsta bústaðinn.
  • Allt Fitjalandið frá girðingu á milli Háafells og Fitja, er utan veiðisvæðis auk Fitjaár sem er friðuð til hrigningar fyrir Urriðann.
  • Allt land Litlu- Drageyrar frá ósum lítillar ár sem að skilur jarðirnar Litlu- Drageyri og Stóru-Drageyri.
  • Allt land Þrætueyrar að undan eru utan veiðisvæðis. Að sumarhúsabyggð á Indriðastöðum.
  • Þessi svæði sem eru undanskilin veiði eru merkt með rauðu á veiðikorti.

Veiðireglur

Hérna má finna sumarkort (veiðileyfi) í Skorradalsvatn.