Þverá er um það bil 26 km. löng frá ármótum við Eystri Rangá að upptökum sínum við Hámúlagarð í Fljótshlíð. Veitt er með 4 stöngum í Þverá og leyfilegt agn er fluga, maðkur en spúnn er ekki leyfilegt agn.
Meðalveiði síðustu sjö árin eru um 300 laxar.
Veiðihús
Veiðihúsið er staðsett á Breiðabólstað. Það blasir við hægra megin þegar komið er inná hlaðið á Breiðabólstað. Gistirými fyrir 10-12 manns. Veiðimenn mega koma í hús klst fyrir upphaf veiðitíma, nema eftir 20. sept, þá mega menn koma þegar veiði byrjar. Veiðimenn hætti veiðum kl. 12 á brottfarardegi.
Veiðitími:
1. júlí til 19. ágúst – 7-13 og 16-22
20. ágúst til 19. sept – 7-13 og 15-21
20. sept til loka tímabils – 7-13 og 14-20
Allan afla skal færa til bókar áður en haldið er heim. Ath: Ekki má aka utan vegar og munið að loka hliðum.