Tungufljót í Skaftártungum, Vestur-Skaftafellssýslu.
Upptökin árinnar eru nokkuð ofan byggðar og dragast til þess margir lækir á leið til ósa. Umhverfið er mjög margbreytilegt, sums staðar hraun og er fljótið allvíða í þröngum farvegi með grónum bökkum. Mjög margir góðir veiðistaðir eru í Tungufljóti. Aðalfisktegundin er allvænn sjóbirtingur og hafa veiðst fiskar yfir 20 pund. Í Tungufljóti er gott veiðihús og veitt á 4 stangir á dag. Stangirnar eru ætíð seldar saman í einum pakka.
Leyfilegt agn er fluga og aðeins er veitt á flugustangir. Hirða má bleikju og lax, en sleppa skal öllum urriða og sjóbirtingi.
Veiðitími
1. apríl til 30. apríl – 7 til 13 og 15 til 21
1. mai til 19. ágúst – 7 til 13 og 16 til 22
20. águst til 19. sept – 7 til 13 og 15 til 21
20. sept til 20. október – 7 til 13 og 14 til 20
Veiðihús
Veiðihúsin standa í hlíð í landi Hemru með stórkostlegu útsýni yfir meirihluta veiðisvæðisins. Gistirými fyrir 8 manns. Veiðimenn mega koma í hús klst áður en veiði hefst, nema frá og með 20. September, þá mega veiðimenn koma í hús á sama tíma og veiði hefst. Á brottfarardegi skulu veiðimenn hætta veiðum kl 12 á hádegi.
Hér að neðan má finna laus holl í Tungufljót í Skaftártungu