Hólsá – Borgarsvæðið er þekkt og afar gjöfult 4 stanga veiðisvæði neðarlega í vatnakerfi Rangánna. Borgarsvæðið tilheyrði áður aðalsvæði Ytri Rangár og er þekkt fyrir miklar aflahrotur á göngutíma en þar liggur einnig mikið af laxi út veiðitímann. Á síðast liðnum árum hefur svæðið verið að gefa 500-1000 laxa. Á svæðinu eru þekktir veiðistaðir, eins og Staurhylur, Straumey og Borg. Á haustin veiðist einnig mikið af sjóbirtingi á svæðinu. Gott veiðihús er á svæðinu sem stendur veiðimönnum til boða frá upphafi tímabils og út September.

Leyfilegt agn á Borgarvæðinu er fluga frá upphafi tímabils og fram til 1. sept en eftir það er einnig leyfilegt að veiða á spún og maðk.

Hér fyrir neðan má finna laus holl á Borgarsvæðinu. 4 stangir eru seldar saman í einum pakka í 2-3 daga fram í byrjun október en þá fækkar stöngum í 2 og eru þær seldar saman, einn heill dagur í senn. Ekkert veiðihús fylgir með í október.

ATH. Fyrsta Maðkahollið er laust, 1-4. sept. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja eiga séns á magnveiði með blönduðu agni.