Eystri Rangá er ein albesta laxveiðiá landsins með um 4.500 laxa meðalveiði síðustu 10 árin. Eystri Rangá er einnig þekkt stórlaxaá, en stór hluti veiddra laxa er lengri en 75cm. Veitt er á 18 stangir í Eystri Rangá á hefðbundnum veiðitíma, á 9 svæðum. Veiðimenn veiða 2 svæði á dag. Leyfilegt agn í Eystri Rangá, á hefðbundum veiðitíma, er fluga, maðkur og spúnn.

Hér að neðan eru laus leyfi í September og október í Eystri Rangá.

Veiðitilhögun
Eilítil breyting verður á stangarfjölda og veiðisvæðum í September og október, frá fyrir árum.
Frá 4-15. September verður hinsvegar óbreytt skipulag, 18 stangir seldar á 9 svæði. 2 stangir á hvert svæði. Við bókun veiðileyfa er veiðimönnum úthlutað þeim svæðum sem þeir veiða á veiðidegi. Hægt er að fá Upplýsingar um laus svæði með því að senda póst á info@veida.is
Frá 16. September og í október þá er veitt með 12 stöngum í Eystri, á 4 svæðum. 3 stangir veiða saman á hverju svæði og veiða menn 2 svæði á hverjum degi, 6 klst á hverju svæði. Á 2 dögum fara menn því yfir alla ána. Stangirnar 3 eru yfirleitt seldar saman í pakka og rótera veiðimenn innan svæðis. Ef áhugi er á stökum stöngum, sendið póst á info@veida.is
Veiðitími fram til 10. sept er 7-13 og 15-21 og frá 11. sept er veiðitíminn 7-13 og 14-20.
ATH. Þegar mætt er til veiða mega veiðimenn fara beint á sín svæði. Í hléi er skipt um svæði. Við lok veiðitíma er veiðimönnum skylt að mæta í veiðihús veiðifélagsins, við veiðisvæði 4, og skrá afla dagsins.
Veiðimenn eru skyldugir að sleppa öllum lífvænlegum stórlaxi í klakkistur. Hrygnur yfir 75cm og hængar yfir 85cm. Einnig eru veiðimenn hvattir til að sleppa silungi sem veiðist.