Eystri Rangá

40.000kr

Eystri Rangá er ein albesta laxveiðiá landsins með um 4.500 laxa meðalveiði síðustu 10 árin. Eystri Rangá er einnig þekkt stórlaxaá, en stór hluti veiddra laxa er lengri en 75cm. Veitt er á 18 stangir í Eystri Rangá á hefðbundnum veiðitíma, á 9 svæðum. Veiðimenn veiða 2 svæði á dag. Leyfilegt agn í Eystri Rangá, á hefðbundum veiðitíma, er fluga, maðkur og spúnn.

Hér að neðan eru laus leyfi í September og október í Eystri Rangá. Seldar eru 2 stangir saman í pakka og verðið sem sést á vefnum er verð fyrir 2 stangir. Ef óskað er eftir einni stöng, þá má hafa beint samband í gegnum info@veida.is

Veiðitími fram til 10. sept er 7-13 og 15-21 og frá 11. sept er veiðitíminn 7-13 og 14-20.

Við bókun veiðileyfa er veiðimönnum úthlutað þeim svæðum sem þeir veiða á veiðidegi. Þegar mætt er til veiða mega veiðimenn fara beint á sín svæði. Í hléi er skipt um svæði. Við lok veiðitíma er veiðimönnum skylt að mæta í veiðihús veiðifélagsins, við veiðisvæði 4, og skrá afla dagsins.
Veiðimenn eru skyldugir að sleppa öllum lífvænlegum stórlaxi í klakkistur. Hrygnur yfir 75cm og hængar yfir 85cm.

Vörunúmer: E Flokkar: , ,