Galtalækur er góð 2ja stanga urriðaá sem rennur saman við Ytri Rangá vel fyrir ofan laxasvæði Ytri. Oft veiðist mjög vel í Galtalæk en veiðisvæðið er viðkvæmt og því mikilvægt að nálgast það með gætni. Í Galtalæk má finna mjög stóra urriða og einnig að sjálfsögðu marga smærri. Einungis má veiða á flugu og skal öllum urriða sleppt aftur og handleika skal fiskinn af gætni og varast að snerta með berum höndum.

Ath að einungis má veiða í læknum sjálfum en ekki í vötnunum.

Veiðimenn skulu stoppa heima á bæ, Galtalæk II sem er vinstra megin á hlaðinu og „láta vita af sér“, áður en farið er niður að læk. Einnig er mikilvægt er að skrá allan afla nákvæmlega í veiðibók sem er í kassa á hlaðinu sem keyrt er yfir á leið niður að á.

Veiðitími er frá 9-19.

Stangirnar  eru ætið seldar saman í pakka, einn dagur í senn. Verðið sem sést er fyrir 2 stangir í 1 dag.

Hér að neðan má finna lausa daga í Galtalæk í sumar