Hallandi er fornfrægt stangveiðisvæði í Hvítá. Það er á austur bakka árinnar, milli Stóru Ármóta og Langholts. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og margar stórlaxasögurnar orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingi í aflanum fjölgað mikið. Veitt er á 2 stangir á svæðinu og eru þær stangir seldar saman í einum pakka. Seldir eru stakir dagar.

Veiðihús fylgir svæðinu og í sumar þá er veidd seinni parts vakt og síðan morgunvakt. Þegar dagur er bókaður, þá er bókaður sá dagur þegar veiði hefst.

Frá 16:00 – 22:00 og síðan aftur morguninn eftir frá kl. 7:00 – 13:00 Skil á veiðihúsi er svo kl. 14:00.
Frá 20. ágúst er veiðitími kvöld vaktar frá 15:00 – 21:00.
Verð veiðileyfa: Báðar stangirnar eru leigðar út saman á kr. 35.000 kr. fram til um 20. ágúst en þá kostar svæðið kr. 30.000.

Hér er leiðin að veiðihúsinu – Veidihus_leid_rd