Almennar upplýsingar
Staðsetning: Mýrar, um 100 km. frá Reykjavík
Veiðisvæði: Veiðisvæði árinnar nær frá ósi að Úrhyl á mörkum Hítarár og Grjótár.
Tímabil: 18. júní til 20. september
Veiðileyfi: Seldir eru tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis.
Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 til 15. ágúst en þá fer seinni vaktin í 15:00 – 21:00
Fjöldi stanga: Fjórar stangir á tímabilinu 18. júní til hádegis 8. júlí, sex stangir frá 8. júlí til hádegis 6. september en þá er aftur veitt á fjórar stangir.
Leyfilegt agn: Fluga

Gisti og fæðisskylda: Fæðiskostnaður er 15.000 kr. pr. mann pr. dag á tímabilinu 18.júní til 30. júní og aftur á tímabilinu 27. ágúst til 20. september. Fæðiskostnaður er íburðarmeiri yfir hásumarið og kostar 25.000 kr. pr. mann pr. dag á tímabilinu 30.júní til 27. ágúst

Veiðireglur: Leyfilegt er að drepa 2 laxa á meðan veiðitíma stendur þannig að hver stöng fer heim með hámark 2 laxa að veiðitíma loknum. Eftir það má veiða og sleppa. Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt.

Hítará hefur verið ein vinsælasta á landsins og hefur selst upp ár eftir ár. Veiðin hefur verið einstaklega góð en áin er mjög hentug fyrir hópa og fjölskyldur.

Veiðihús Jóhannesar á Borg við árbakkann hefur átt sinn þátt í vinsældum Hítarár. Veiðistaðirnir Breiðin og Kverk eru við húsið og oft á tíðum er frábær skemmtun að fylgjast með veiðimönnum kljást við laxa fyrir framan húsið. Veiðistaðir í Hítará eru fjölbreyttir og aðgengi að þeim er gott. Fjórar stangir eru á svæðinu til 8.júlí en eftir það er veitt á sex stangir fram að 6. september en þá fækkar stöngum aftur niður í fjórar.

Hér að neðan má finna nokkur laus holl í Hítará veiðitímabilið 2020.