Hörðudalur er syðstur dala í Dalasýslu. Um hann rennur Hörðudalsá en dalurinn klofnar í Vífilsdal og Laugardal. Dalurinn gengur suður frá Hvammsfirði og er allt umhverfi sérlega fallegt. Í gegnum tíðina hefur Hörðudalsá verið afburða sjóbleikjuá og í góðu sumri hafa veiðst þar yfir 1000 bleikjur. Bleikjuveiðin hefur þó verið minni hin síðari ár, eins og víða annar staðar á landinu. Í mörg ár hefur gönguseiðum verið sleppt í ána og hefur laxveiði verið nokkur, allt frá ca. 2 tugum uppí um 120.

2 stangir eru leyfðar í Hörðudalsá og eru þær seldar saman í einum pakka. Fluga og maðkur er leyfilegt agn. Veiðihúsið við Hörðudalsá fylgir með leyfum í Hörðudalsá.

Veiðireglur: Átta bleikjur á stangardag. Óskað er e. að 2ja ára hrygnum sé sleppt og ekki séu teknir fleiri en 4 laxar á dagstöng.

Leyfilegt agn: Fluga og maðkur

Veiðhús; Veiðimenn mega koma í húsið klukkan 14:00  Veiðihúsið er komið til ára sinna en þar eru tvö svefnherbergi. Annars vegar er fjögurra manna herbergi með kojum og hins vegar tveggja manna herbergi með kojum. Veiðimenn leggja sjálfir til, sængurfatnað ( lín), handklæði viskastykki og borðtuskur. Vöðlugeymsla er utan á húsinu. Frystikista er í húsinu.

Annað: Hundar og drónar eru bannaðir við ána. Ekki er heimilt að nota fjórhjól eða sexhjól við akstur með ánni. Ganga skal vel um og loka hliðum sem veiðimenn þurfa að opna á för sinni við ána. Vinsamlega skráið allan afla skilmerkilega.