Hörðudalur er syðstur dala í Dalasýslu. Um hann rennur Hörðudalsá en dalurinn klofnar í Vífilsdal og Laugardal. Dalurinn gengur suður frá Hvammsfirði og er allt umhverfi sérlega fallegt. Í gegnum tíðina hefur Hörðudalsá verið afburða sjóbleikjuá og í góðu sumri hafa veiðst þar yfir 1000 bleikjur. Bleikjuveiðin hefur þó verið minni hin síðari ár, eins og víða annar staðar á landinu. Í mörg ár hefur gönguseiðum verið sleppt í ána og hefur laxveiði verið nokkur, allt frá ca. 2 tugum uppí um 120.

2 stangir eru leyfðar í Hörðudalsá og eru þær seldar saman í einum pakka. Fluga og maðkur er leyfilegt agn. Veiðihúsið við Hörðudalsá fylgir með leyfum í Hörðudalsá.