Laxá í Skefilstaðahreppi (Laxá á Skaga eða Laxa í Laxárdal) er dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð. Laxá hefur verið í uppbyggingarfasa síðustu árin eftir að stofn árinnar var næstum horfinn í lok 10. áratugarins. Áin var friðuð í nokkur ár í upphafi aldarinnar en síðustu sumur hefur veiðin farið af stað aftur, þó með takmörkunum. Veitt er um 50 daga á sumri og hámarksveiði á dag er 5 laxar á stöng en einungis má halda eftir 1 hæng, undir 70 cm löngum.
Veiðin síðustu ár hefur gengið vel og er laxastofn árinnar klárlega að styrkjast. Þeir veiðidagar sem koma í sölu ár hvert, hafa yfirleitt rokið út, enda á áin marga fylgjendur.

Bændur sem eiga veiðirétt að ánni skipta veiðidögunum á milli sín. Ekkert formlegt veiðihús er við ána, en þó fylgir gisting í gistihúsinu á Skíðastöðum með sumum leyfanna en í öðrum tilfellum er hægt að kanna sérstaklega hvort gistihúsið sé laust. Seldar eru 2 stangir dag hvern og eru þær seldar saman í pakka í flestum tilfellum.

Verð með húsi er kr. 78.000 fyrir báðar stangir (39.000 st.dagurinn).

Verð veiðileyfa án húss er kr. 33.000