Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Veiðimenn sem veiða Norðurá II – Fjallið, dvelja í mjög góðu „self catering“ húsi „Skógarnef“, sem er í landi Hvamms, neðarlega á veiðisvæðinu.

Veiðisvæði Norðurá II er hreyfanlegt yfir tímabilið: Er neðst í ánni frá opnun og fram í byrjun júlí og er þá kallað Munaðarnessvæðið og er síðan efsti hluti Norðurár eftir það og er þá kallað Fjallið. Veiðisvæðið sem er til sölu hérna er Norðurá II – Fjallið. Seldar eru saman 3 stangir í einum pakka í 2 eða 3 daga. Leyfilegt agn er fluga. Uppábúin rúm eru í veiðihúsinu en veiðimenn skulu skila húsinu eins hreinu og það var þegar þeir tóku við því.

Stangardagurinn á kr. 37.000 – 79.000

Veiðisvæðið nær frá Símastreng og upp að brú við Fornahvamm.