Skógá undir Eyjafjöllum er 4ra stanga lax og silungsveiðiá. Svæðið sem veitt er á samanstendur af um 7 kílómetra kafla Skógár, 2km kafla Kvernu og 1,5 km kafla Dalsár. Svæðið er afar fjölskylduvænt og gott aðgengi er að hyljum.  Árlega hefur um 30 þús laxaseiðum verið sleppt í ána.

Leyfilegt agn í Skógá er fluga, maðkur og spúnn. Seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds. Ekki er veiðhús við ána. Verð veiðileyfa er 25-40þ stangardagurinn.