VATNAMÓTIN eru einn besti og gjöfulasti veiðistaður á Íslandi. Þar veiðist aðallega sjóbirtingur, veiðst hafa fiskar yfir 20 pund, einnig lax og bleikja. Veiðisvæði Vatnamóta, sem er fimm stanga svæði, er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs, þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvisl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Sandbotnin er síbreytilegur og verða veiðimenn að leita fyrir sér með líklega veiðistaði. Hægt er að veiða frá bakka á 4-5 km. Svæði. Bakkarnir eru mestu grónir en gróður er viðkvæmur akið því ekki utan slóða. Þótt Vatnamót séu þekktust fyrir sjóbirtingsveiði, veiðast þar bæði lax og bleikja.

Hér fyrir neðan má finna laus holl í Vatnamótunum veiðivertíðina 2018, vor og haust. Ætíð eru allar 5 stangir seldar saman í einum pakka. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn á haustin en í vorveiðinni er bara leyfilegt að veiða á flugu og öllum fiski skal sleppt aftur.

Veiðimenn geta gist í einu húsinu sem ferðaþjónustan að Hörgslandi er með og er gisting innifalin í verði veiðileyfanna.