Vatnsá rennur úr Heiðarvatni í Heiðardal í Mýrdal, sem er rétt fyrir ofan vík. Vatnsá er lítil og nett lax og sjóbirtingsá sem rennur um fallegan dal á leið sinni niður í Kerlingardalsá, sem hún sameinast áður en hún rennur til sjávar. Veitt er á 2 stangir í Vatnsá og leyfilegt agn er fluga. Til að styðja við laxastofuninn í ánni, þá er töluvert af laxaseiðum sleppt í ána, ár hvert. Veiðitímabilið í Vatnsá hefst  í kringum 20. júlí og stendur fram í október.

Veiðimenn sem veiða í Vatnsá hafa aðgang að veiðihúsinu við ána.