Vatnsá rennur úr Heiðarvatni í Heiðardal í Mýrdal, sem er rétt fyrir ofan vík. Vatnsá er lítil og nett lax og sjóbirtingsá sem rennur um fallegan dal á leið sinni niður í Kerlingardalsá, sem hún sameinast áður en hún rennur til sjávar.

Eingöngur er veitt á flugu og er hámark tveggja laxa kvóti á stöng undir 65 cm. Öllu sleppt yfir 65 cm.
Þá eru stærðarmörk í sjóbirting 55cm og er öllu sleppt yfir þeirri stærð, og kvótinn er hámark 5 sjóbirtingar.
Varast ber að taka fiskinn uppá land og sérstaklega nýjan eða nýlegan sjógöngufisk. Best að losa agn úr fiski í vatni.
Öll notkun þríkrækja er bönnuð og veitt er á agnhaldslausar flugur. Ein- og tvíkrækjur
Akstur utan slóða er ekki leyfður.  Muna að skrá allan afla til upplýsingaöflunar fyrir leigutaka.Veitt er á 2 stangir í Vatnsá og leyfilegt agn er fluga. Til að styðja við laxastofuninn í ánni, þá er töluvert af laxaseiðum sleppt í ána, ár hvert.

Veiðitímabilið í Vatnsá hefst  í kringum miðjan júlí og stendur fram í október.

Veiðimenn sem veiða í Vatnsá hafa aðgang að veiðihúsinu við ána. Innifalið í verðinu eru uppábúin rúm og þrif – veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um húsið.

Hér að neðan eru nokkur laus holl í Vatnsá