Laus veiðileyfi eru neðst á síðunni

Ytri Rangá er ein þekktasta og besta íslenska laxveiðiáin. Fjölbreyttir veiðistaðir, frábær veiði og fallegt umhverfi hefur gert hana að einni af vinsælli veiðiám landsins. Meðalveiði á sumri, síðustu 12 árin, er um  6.800 laxar. Aldeilis ótrúlegar tölur. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 komu á land. Það er langmesti afli sem vitað er að veiðst hafi á stöng í einni laxveiðiá hérlendis til þessa. Sumarið 2018 veiddust 4.032 laxar

Veiðitímabilið í Ytri er frá 21. júní og fram að 20. október. Veitt er á flugu frá opnun og fram í byrjun september en þá má einnig veiða á maðk og spún.

Dagar í upphafi tímabilis, fram til 6. júlí, og síðan í lok tímabils, frá 25. sept, eru seldir sem heilir dagar frá morgni til kvölds. Þess á milli þá eru dagar seldir, frá hád – hád. Gistiskylda er frá 6. júlí og fram til 22. september.

Greitt er sérstaklega fyrir fæði og gistingu. Verðin hér að neðan eru fyrir veiðileyfin.

Veiðitími: 7-13 og 15-21 yfir sumarið og frá 8-20 að hausti, Dregið um svæði ca. 7:40

Hérna eru veiðileyfin í Októberveiðina