Ytri Rangá er ein þekktasta og besta íslenska laxveiðiáin. Fjölbreyttir veiðistaðir, frábær veiði og fallegt umhverfi hefur gert hana að einni af vinsælli veiðiám landsins. Meðalveiði á sumri, síðustu 10 árin, er  7.469 laxar. Aldeilis ótrúlegar tölur. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 komu á land. Það er langmesti afli sem vitað er að veiðst hafi á stöng í einni laxveiðiá hérlendis til þessa. Sumarið 2017 veiddust 7.451 laxar

Veiðitímabilið í Ytri Rangá nær frá ca. 21. júní og fram að ca. 20. október. Veiðin á haustin getur oft verið mjög góð en ræðast að sjálfsögðu nokkuð af veðrinu hverju sinni.

Hér að neðan má finna lausa daga í Ytri Rangá í Október 2020. Verð á stangardag er kr. 35.000