Vatnamótin eru eitt besta sjóbirtingssvæðið á Suðurlandi og á landinu öllu. Gríðarlega mikið fiski fer um svæðið og er á svæðinu, stóran hluta veiðitímans. Sjóbirtingurinn er kominn uppá þetta svæði fyrr en mörg önnur svæði og því getur veiðin verið komin í fullan ganga, snemma í ágúst.

Veitt er á 5 stangir í Vatnamótunum. Á vorin er fluga eina leyfða agnið, en um sumarið og haustið má einnig veiða á spún og maðk. Gisting í húsi að Hörgslandi, fylgir með veiðileyfunum.

Laus holl í Vatnamótunum næsta vor, sumar og haust, eru nú komin inná veiða.is. Ávallt eru allar 5 stangir bókaðar í einum pakka. Ef þið hafið spurningar varðandi þessi veiðileyfi, eða önnur á vefnum, þá er um að gera að hafa samband við okkur.

Hérna eru lausu leyfin í Vatnamótunum.

Mynd: Uwe Rieder með flottan biriting, ágúst 2017