Eitt þeirra veiðisvæða sem ekki átti gott sumar í sumar, var Breiðdalsá. í gegnum tíðina hefur veiðin í ánni sveiflast mikið og er líklegt að ástand sjávar úti fyrir Austfjörðum spili þar stórt hlutverk. Inná vef Strengja, sem er leigutaki Breiðdalsár, er smá skýrsla yfir sumarið í sumar og þær breytingar sem eru framundan á svæðum Strengja.

Í skýrslunni er farið yfir hvert svæði fyrir sig í sumar og þær breytingar sem verða gerðar fyrir næsta sumar. Það sem vekur einna mestu athyglina er að nú er verðlækkun uppá 20-30% boðuð í Breiðdalsá og jafnframt á að breyta veiðitímanum og fækka stöngum á ákveðnum tímabilum.

Hér er hægt að lesa skýrsluna inni á strengir.is.

[email protected]