Nú eru veiðileyfi á Munaðarnessvæðið í Norðurá komin á vefinn hjá okkur en það svæði tilheyrir Norðurá II. Veiðisvæði Norðurá II er hreyfanlegt yfir tímabilið: Er neðst í ánni frá opnun og fram í byrjun júlí og er þá kallað Munaðarnessvæðið og er síðan efsti hluti Norðurár eftir það og er þá kallað Fjallið.

Munaðarnessvæðið nær frá Kálfhylsbrotinu að ofan verðu og niður að Engjanefi. Veitt er með að hámarki 3 stöngum á þessu svæði og eru þær seldar saman í pakka. Margir veiðimenn upplifðu flotta veiðidaga á þessu svæði í fyrra. Stangardagurinn er á kr. 21.300 – 31.000. Hérna má finna lausa daga á Munaðarnessvæðinu í júní 2020.

Hérna má lesa veiðisögu frá Munaðarnessvæðinu, frá 2018.