Project Description

Eyjafjarðará

Veiðitímabil: 20. júní – 30. sept.

Svæði 0. (Nýtt. Voropnun frá 25. apríl – 31. maí) Sumaropnun: 20. júní – 30. sept.
Nær frá merki ca. 100m neðan við gömlu brýrnar austan flugvallarins uppað hitaveituröri við teig.
Ath. að Varðgjártjörnin tilheyrir nú svæði 0 í stað ósasvæðis áður.
Svæði 1. (NýttVoropnun frá 25. apríl – 31. maí) Sumaropnun: 20. júní til 30 september.
Nær frá merki við hitaveiturör neðan teigs að merki 50 m sunnan Munkaþverár.
Svæði 2. frá 1 júlí til 30 september.
Nær frá merki 50 sunnan Munkaþverár að Guðrúnarstaðabæ.
Svæði 3. frá 1 júlí til 30 september.
Nær frá Guðrúnarstaðabæ að merki norðan Hleiðargarðs.
Svæði 4. frá 1 júlí til 31 ágúst.
Nær frá merki norðan Hleiðargarðs að göngubrú við Hóla.
Svæði 5. frá 1 ágúst til 31 ágúst.
Nær frá göngubrú við Hóla að merki við Tjaldbakkahyl.

Fjöldi stanga: 2 stangir eru á hverju svæði.
Leyfilegt agn: Á ósasvæðinu og svæði 0,1, 2 og 3 má veiða með flugu og spún. Á svæði 4 og 5 er einungis leyfilegt að veiða á flugu, með einum eða tveimur krókum, með flugustöng og fluguhjóli. Öll maðkaveiði og önnur beituveiði er stranglega bönnuð á öllu veiðisvæði árinnar.

Veiðreglur: Skylda er að sleppa öllum veiddum bleikjum á öllum veiðisvæðum árinnar, sumarið 2014 – Heimilt er að hirða 2 urriða/sjóbirtinga á stöng á vakt – Í vorveiðinni frá 25. apríl til 31. maí, á svæðum 0&1, ber að sleppa öllum fiski. Veiði í öllum hliðarám Eyjarfjarðarár, er óheimil.

Veiðitími: 7:00-13:00 og 16:00-22:00. Frá 15. ágúst kl. 15:00-21:00

Eyjarfjarðará rennur norður eftir Eyjafjarðardal. Upptökin eru suður í botni dalsins, og koma þar saman margir lækir úr fjöllunum í kring og bera sumir árheiti. Lengd Eyjafjarðarár allrar frá upptökum til ósa mun vera milli 60 og 70 km þar til hún rennur fram hjá Akureyrarflugvelli, út í Pollinn við Akureyri. Eyjafjarðará er líklega ein besta sjóbleikjuá landsins. Í ánni eru sex tveggja stanga veiðisvæði, fjallað er nánar um þau hér að neðan. Eyjafjarðará er þekkt fyrir risableikjur í bland, einnig veiðist sjóbirtingur, urriði og stöku lax.

Meðalveiðin í Eyjafjarðaránni á árunum frá 1986 til 2010 var 2.132 bleikjur.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook