Project Description

Fremri Laxá

Fremri Laxá

Fremri Laxá er ein af betri urriðaám landsins. Sá fjöldi urriða sem gengur í ána yfir sumarmánuðina er gríðarlegur og oft er veiðin það mikil að veiðimenn tapa fljótt tölunni á fjölda fiska. Urriðinn í Fremri Laxá er kannski ekki mjög stór, en hann er sterkur og sprækur. Góður fjöldi af urriðum á bilinu 50-60 cm veiðast þó á hverju ári.

Staðsetning: ca. 270 frá Reykjavík.
Veiði síðustu ár: 2008, 5.456 urriðar. 2009, 4.009 urriðar. 2010, 3.376 urriðar. 2011, 3.622 urriðar. 2012, 3.199 urriðar. 2013, 3.112 urriðar.
Fjöldi stanga: 3 stangir, nema 25. maí – 1. júní og 16. ágúst – 15. sept, þá eru 2 stangir.
Tímabilið: 25. maí til 15. sept.
Veiðitími: Heimilt er að veiða hvenær sem er sólahringsins, þó aldrei lengur en 12 tíma innan hans.
Veiðihús: Húsið er komið vel til ára sinna en í því geta 6 manns gist. Stutt er til veiða frá húsinu.

Fremri Laxá er bergvatnsá sem rennur í Laxárvatn en á uppruna sinn í Svínavatni. Áin er fremur nett veiðiá, kjörin fyrir fluguna og ekki síður þurrfluguna. Á hverju sumri veiðast nokkrir laxar í Fremri Laxá. Sem dæmi um það veiddust 28 laxar sumarið 2010, 47 laxar sumarið 2013 og 40 laxar 2015. Í gegnum tíðina hafa hóparnir sem sækja ánna heim verið henni mjög trúir og komið ár eftir ár enda er hún fjölskylduvæn með góðu aðgengi að mörgum góðum hyljum.

Veiðihús

Húsið er komið vel til ára sinna en í því geta 6 manns gist. Stutt er til veiða frá húsinu.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook