Laxá á Ásum

Laxá á ásum veiðileyfi

Staðsetning: Um 270 km frá Reykjavík, rétt sunnan við Blönduós.

Leyfilegt agn: Fluga.

Fjöldi stanga:  4 stangir.

Veiðireglur:  Hirða má 2 laxa á dag á stöng, laxa sem eru undir 70 cm langir.

Veiðisvæðið:  Haustið 2016 var Laxárvatnsvirkjun lögð af, en hún var efst á veiðisvæði Laxár, eins og við höfum þekkt það undanfarin ár. Við þessa breytingu þrefaldast rennsli árinnar á efra svæðinu og 7 km af veiðisvæði bætast við. Samtals er veiðisvæðið 15 km. Við þessa

Meðalveiði:  Á árunum 1974 – 2015 var meðalveiðin 1.000 laxar á sumri.

Veiðitímabil: 20. júní – 18. September.

Laxá á Ásum er án efa besta, eða ein albesta laxveiðiá landsins. Síðustu áratugina hefur einungis verið veitt á 2 stangir í Laxá, en þrátt fyrir það er meðalveiði árinnar um 1.000 laxar á sumri eða um 500 laxar á stöng. Einungis er leyfilegt að veiða á flugu í ánni í dag. Veturinn 2016 var Laxárvatnsvirkjun lögð af en við það lengdist veiðisvæði árinnar um 7 km og er í heild 15 km. Var áin því færð í upprunalegt horf, eins og hún var áður en virkjunin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar. Við þessa breytingu fjölgar stöngum í ánni í 4.

Laxá á Ásum er mjög fjölbreytt laxveiðiá, með allar útfærslur af veiðistöðum; strengi, lygnur, fossa og flúðir. Nettar „græjur“ eru það sem flestir kjósa að nota; smáar flugur og hitch túpur eru staðalbúnaður við ána. Hluti af vatnsvæði árinnar er Fremi Laxá og ósasvæði Laxár. Fremri Laxá er seld sér allt tímabilið en ósasvæðið tilheyrir aðalsvæðinu frá opnun og fram til 8. júlí, en eftir það er það svæði selt sér. Veiðileyfi á ósasvæðið og Fremri Laxá má finna hérna.

Veitt er á flugu í Laxá og er leyfilegt að „hirða“ 2 laxa á stöng á dag, laxa sem eru undir 70 cm langir. Gott aðgengi er að flestum veiðistöðum árinnar.

Veiðihús

Nýtt veiðihús, Ásgarður, var byggt árið 2012 og áform eru um að stækka það frekar veturinn 2016/2017. Í eldra húsinu eru fjögur tveggja manna svefnherbergi og í nýja hlutanum verða tvær svítur. Ennfremur verður byggt nýtt hús fyrir starfsfólk. Full þjónusta verður í Ásgarði frá og með sumrinu 2017.

Verð á mann á sólarhring er kr. 25-30.000 eftir því hvenær tímabils.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook