Project Description

Laxá í Leirársveit

Veiðitími: Veitt er frá 7-13 og 16-22

Agn: Einungis er veitt á flugu.

Kvóti er 10 laxar á stöng á dag. Veiðimenn eru beðnir um að tileinka sér þær reglur sem gilda á veiðisvæði Laxár í Leirársveit áður en haldið  er til veiða.

Veiði undanfarin ár
2012: 474 laxar
2011: 907 laxar
2010: 1175 laxar
2009: 1266 laxar
2008: 1594 laxar

Meðalveiði árin 1974 til 2008 er 1034 laxar, mest árið 1988, 1887 laxar.

Laxá í Leirársveit er lindá í Borgarfirði. Hún fellur úr Eyrarvatni í Svínadal og til sjávar hjá Súlunesi. Neðsti hluti hennar er ósasvæði eða leirur, um 16 km. langar, en áin sjálf frá efri ósmörkum að Eyrarvatni er rúmir 14 km. Þar fyrir ofan taka við 3 stöðuvötn, Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn, sem er efst.  Í heild er þetta efsta svæði um það bil 10 km. að lengd. Leirá sameinast Laxá efst á ósasvæðinu. Vatnasvið er um það bil 190 ferkm. Laxastigi var byggður í Eyrarfossi árið 1950 og endurbyggður 1970.

Veitt er með  4-7 stöngum í Laxá  og geymir  áin einn nafntogaðasta veiðistað  landsins, hið  magnaða Miðfellsfljót.

Veiðihús

Full þjónusta er í veiðihúsinu við Lambhaga en þar stendur meðalstórt og fallegt veiðihús. Þægileg tveggja manna svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi með sturtu. Skyldufæði og gisting er í Laxá.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook