Project Description

Laxá í Skefilsstaðahreppi

Staðsetning
Áin er í Skefilsstaðahreppi. Best er að keyra til vinstri í átt að Skagaströnd þegar komið er fram hjá Blönduósi og svo til hægri í átt að Sauðárkrók yfir Þverárfjall.

Fjöldi Stanga: 2 stangir og eru þær seldar saman í 1 pakka.
Leyfilegt agn: Fluga
Daglegur veiðitími: Frá kl. 7:00–13:00 og frá 16:00–22:00.
Frá og með 15. ágúst frá kl. 7:00–13:00 og frá 15:00–21:00.
Svæðaskipting
Svæði 1 (Neðra svæði): Frá ósi við Sævarland að brú við Skíðastaði.
Svæði 2 (Efra svæði): Frá brú við Skíðastaði að Háafossi.
Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni, ein á svæði 1 og ein á svæði 2.
Stranglega er bannað að hafa nema eina stöng í veiði samtímis á sama svæði.
Ef tveir eða fleiri eru saman um stöng, skulu þeir vera saman á veiðistað.

Laxá í Skefilstaðahreppi (Laxá á Skaga eða Laxa í Laxárdal) er dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð. Laxá hefur verið í uppbyggingarfasa síðustu árin eftir að stofn árinnar var næstum horfinn í lok 10. áratugarins. Áin var friðuð í nokkur ár í upphafi aldarinnar en síðustu sumur hefur veiðin farið af stað aftur, þó með takmörkunum. Veitt er um 50 daga á sumri og hámarksveiði á dag er 5 laxar á stöng en einungis má halda eftir 1 hæng, undir 70 cm löngum.
Veiðin síðustu ár hefur gengið vel og er laxastofn árinnar klárlega að styrkjast. Meðalveiði er nálægt 1 laxi pr. stöng á dag.

Veiðitilhögun

Norðurá

Einungis er leyfð fluguveiði á flugutöng; hámarksveiði er 5 laxar.
Halda má einum hæng undir 70 cm á stangardag, annars skal öllum laxi sleppt aftur í ána. Særður fiskur skal fá að njóta vafans.
Leyfilegt er að halda öllum silungi. Veiðimanni ber að hætta veiði í ánni þegar hámarksveiði laxa er náð.
Verði leyfishafi staðinn að ólöglegum veiðum skal málið ganga til dóms eftir gildandi lögum. Ef um ítrekað brot er að ræða skal leyfishafi brottrækur úr ánni að fullu og öllu.

KAUPA VEIÐIKORTIÐ

Veiðihús

Landeigendur við Laxá fá úthlutað stangardögum sem þeir að öllu jöfnu selja sjálfir. Veiðidagar þeir sem eru til sölu hér inni á veiða.is eru í eigu 1 landeiganda. Með þeim dögum fylgir gisting í veiðihúsi/gistihúsi að Skíðastöðum. Húsið er rúmgott og svefnpláss fyrir allt að 10 manns. Veiðimenn mega koma i hús kvöldið fyrir veiðidag.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook