Project Description

Litla-Þverá

Veiðitímabil: 6. júlí – 15. sept
Fjöldi stanga: 2 stangir – Litla-Þverá er seld í 2ja daga hollum.
Leyfilegt agn: Fluga eingöngu.
Veiðireglur: 2 smá laxar á stöng á dag. Kvóta má ekki færa á milli stanga eða stangadaga. Stórlaxi skal sleppt.

Litla-Þverá rennur í Þverá. Hún er laxgeng um 12 kílómetra að Kambfossi. Í Litlu-Þverá eru nokkrir mjög góðir veiðistaðir. Litla-þverá var seld sumarið 2013 í fyrsta sinn sem sér veiðisvæði. Þar sem um fyrsta ár í sérsölu var að ræða, þá var áin veidd í aðeins 45 daga á 2 stangir. Það sumar var veiðin 132 laxar og gekk veiði því vonum framar þetta fyrsta ár. Eftir þetta fyrsta sumar var ákveðið að fjölga veiðidögum í ánni. Veiðin sumarið 2014 og 2015 var brokkgeng og spilaði þar m.a. inní að vatnsbúskapur var erfiður. Fyrir veiðitímabilið 2016 hefur verið ákveðið að fækka dögum aftur, hefja veiði í byrjun ágúst og veiða fram undir 20. september.

Áin er mjög aðgengileg. Hún fellur efst í lágu gljúfri en svo fram á láglendi . Þar einkennast hyljir af grasbakka og malarbökkum. Áin er um 12 km löng með fjölda veiðistaða. Gullskemmtileg lítil á í hjarta Borgarfjarðar.

Leyfilegt agn er fluga og kvóti er einn lax á st á dag.

KAUPA VEIÐILEYFI Í LITLU-ÞVERÁ

Rétt er að taka það fram að þurrkatíð getur Litla Þverá orði vatnslítil . Við þær aðstæður dregst veiði að öllu jöfnu saman. Áin er því hóflega verðlögð.

Veiðihús

Ekkert veiðihús fylgir Litlu-Þverá.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook