Project Description

Móra

Veiðisvæði: Efri og neðri hluti, u.þ.b. 6 km.
Stangarfjöldi: 2 stangir, seljast saman.
Tímabil:20. júní – 20. september.
Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 (21. jún. – 20. ág.)
7–13 og 15–21 (21. ág. – 20. sept.)
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur.
Veiði 2013: 150 laxar
Veiðitæki: Kaststöng og einhenda 9-10”.
Bestu flugur: Túbur, rauður og svartur Frances, Green but og Collie dog.

Staðhættir og aðgengi: Mjög gott á neðri hluta sem er fólksbílafært, en á eftir hluta þarf jeppling til að komast frameftir, síðan er um 10mínútna gangur að efsta veiðistað. Ekki er samt um miklar göngur séu menn ekki á jeppum/jepplingum.

Staðsetning: Móra er um 360 km fjarlægð frá Reykjavík eða um 10 mínútna akstur frá Brjánslæk taki menn ferjuna Baldur frá Stykkishólmi. Um 40 km eru til Patreksfjarðar. Þegar komið er að bænum Krossi nálgast menn Krossholt, sem er lítill þéttbýliskjarni í kringum félagsheimilið og skólan Birkimel. Neðan undir í sjávarbakkanum er hreppslaugin í Laugarnesi. Rétt utan við félagsheimilið er áin Móra, þar sem fyrstu veiðistaðir eru. Milli Krossholta og sveitarbæjarins Kross er afleggjari inn dalinn, þar sem farið er inn í Mórudal.

Gisting: Ekki er veiðihús á staðnum, en hægt er að fá gistingu á Krossholtum sem eru í sama landi, Rauðsdal og eins í Flókalundi sem er í um 15 mínútna fjarðlægð.
www.bjarkarholt.is
www.raudsdalur.is
www.flokalundur.is

Móra fellur í Hagavaðal á Barðaströnd, en í vaðalinn falla fjórar ár: Vaðalsá, Móra, Arnarbýlisá og Hagaá. Um fjörur þornar vaðallinn og verður leirur einar, nema álar, sem árnar renna um og í Breiðafjörðin. Áin er dragá, og er vatnsmagn hennar mjög ójafnt og sveiflukennd frá einum tíma til annars og fer það eftir veðráttu. Í rigningartíð og í leysingum er áin vatnsmikil, en í þurrkatíð dregst hún saman, þar sem rennslið er lítið og vatnið er tært. Við það verður hún mjög viðkvæm og sé ekki farið varlega verður fiskurinn fljótt var við umferð.

Veiðisvæðið sjálft er um 6 kílómetrar, með yfir 20 veiðistöðum. Móra rennur um Mórudal, sem er nokkuð djúpur, allur skógi vaxinn að heita má brúna á milli. Mun Mórudalur eina fegurstur dala norðan Breiðafjarðar, að Vatnsdal undanskildum. Heitar laugar eru í dal þessum, og var kennt þar sund á árum áður, en nú stendur hreppslaugin við vaðalinn. Víða er hagur fluguveiðimanna góður og eru menn þarna algerlega útaf fyrir sig.
Áin hefur ekki verið í útleigu, heldur hafa eigendur nýtt hana, sér og sínum til yndisauka. Á undanförnum árum hefur verið að koma á milli 150-160 laxar á ári á land, að árinu 2012 undanskildu, þegar að veiði var undir 100 löxum.

Veiðihús

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook