Project Description

Seltjörn

Seltjörn á Reykjanesi er veiðivatn sem margir þekkja en það er örstutt frá þjóðveginum sem liggur til Grindavíkur. Vatnið hefur verið vinsæll áfangastaður veiðiáhugamanna í langan tíma og frábær staður til að æfa fluguköstin. Töluvert er af fiski er í vatninu en í gegnum tíðina hefur töluvert af fiski verið sleppt í það, bæði urriða, bleikju og regnbogasilungi. Ekki hefur verið sleppt í vatnið undanfarin ár. Einnig er staðbundinn stofn í vatninu.

Reykjanesbær hefur yfirumsjón með svæðinu.

Almennar upplýsingar

Veiðitími: Veiðitími er almennt frá kl. 8 á morgnana til kl. 22 á kvöldin.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn
Fjöldi stanga: Engin takmörk er á fjölda stanga við vatnið.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook