//Seltjörn
Seltjörn2018-04-29T09:36:12+00:00

Project Description

Seltjörn

Seltjörn á Reykjanesi er veiðivatn sem margir þekkja en það er örstutt frá þjóðveginum sem liggur til Grindavíkur. Vatnið hefur verið vinsæll áfangastaður veiðiáhugamanna í langan tíma og frábær staður til að æfa fluguköstin. Mikið af fiski er í vatninu en í gegnum tíðina hefur töluvert af fiski verið sleppt í það, bæði urriða, bleikju og regnbogasilungi. Einnig er staðbundinn stofn í vatninu. Reglulega heyrast sögur af boltafiskum sem koma á land.

Reykjanesbær hefur yfirumsjón með svæðinu en sumarið 2012 fékk bærinn Júlíus Gunnlaugsson hjá Flugukofanum til að annast svæðið, selja veiðileyfi og þjónusta veiðimenn. Svæðið er fjölskylduvænt og gott aðgengi er að vatninu. Veiða.is annaðist sölu veiðileyfa fyrir Flugukofann.

Óheimilt er að að veiða í seltjörn, án leyfis.

Almennar upplýsingar

Veiðitími: Veiðitími er almennt frá kl. 8 á morgnana til kl. 22 á kvöldin.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn
Fjöldi stanga: Engin takmörk er á fjölda stanga við vatnið.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook