Veiðin í Ytri Rangá hefur aldeilis verið góð núna í vor. Kalt vor hefur augljóslega haft áhrif á það hversu snemma birtingarnir yfirgefa árnar og eru þeir víðast hvar, ekki bara í Ytri Rangá, ennþá í góðu yfirlæti að leita sér að æti í ánum – áður en þeir fara aftur til sjávar.
Ytri Rangá er með sterkan sjóbirtingsstofn en einnig mjög góðan staðbundinn stofn. Hér til hliðar eru fiskar sem Kristján Gunnarsson veiddi í Ytri Rangá í gær, 20. apríl.
Það eru lausir dagar í Ytri Rangá undir lok apríl en einnig í maí.