Vorveiðin í Ytri Rangá hefur svo sannarlega sannað sig undanfarin ár. Áin geymir góðan stofn af staðbundnum urriða en einnig sjógengnum sem dvelur í ánni langt fram á vor – og reyndar lengur, því í júní og júlí í fyrra veiddust margir flottir birtingar.
Hér að neðan eru nokkrir fiskar sem komu á land nú síðustu daga. Flotta hrygnan hérna í forgrunni kom á land á Breiðabakka í morgun. Veiðimaðurinn er Páll Ágúst Ólafsson. Fiskurinn mældist 85 cm langur og 55 cm þykkur – líklega nærri 9 kg að þyngd.
Verðið á stangardag er ekki hátt í vorveiðina í ár, aðeins kr. 10.000





