Eftir fín opnunarholl í bæði Norðuá og Blöndu virðist heldur hafa róast á bökkum ánna, þó eitthvað af laxi virðist vera að ganga í þær. „Fulltrúi“ veiða.is var í holli sem hætti á hádegi í gær í Blöndu og sagði hann að einn lax hefði komið á land en fátt annað hefði markvert gerst.

Nú styttist í opnun fleiri áa. Meðal þeirra sem opna á næstunni eru nokkrar af þeim ám sem skráðar eru hér á síðuna. Eitthvað örlítið er til að af lausum dögum í þessar ár, s.s. eitt holl í Búðardalsá og annað í Hofsá í lok mánaðarins. Hér á veiða.is munum við fylgjast vel með fréttum úr þessum ám og birta hér á vefnum.