á ströndum
Bjarnarfjarðará er sjóbleikjuá í Bjarnarfirði á Ströndum um 35 km akstur frá Hólmavík. Veiðisvæðið er um 7 km með 25 merktum veiðistöðum. Vatnasvæði árinnar er mjög fallegt og býður upp á fjölbreytt veiðisvæði. Bjarnarfjarðará er eftirsótt sjóbleikjuá og þar veiðast stundum laxar. Veitt er á fjórar stangir í neðri hluta árinnar sem hér er fjallað um. Veiðisvæðið nær frá ósi upp að ármótum Goðdalsár og Sunndalsár. Efsti veiðistaður svæðisins er Berghylur og er öll veiði bönnuð ofan hans í Goðdalsá (tilheyrir öðru veiðisvæði.) Hér er kort af ánni.
Almennar upplýsingar
Gott aðgengi er að flestum veiðistöðum. Ekki er veiðihús við ána en Hótel Laugarhóll býður upp á góða gistingu við árbakkann. Þar er sundlaug, heitur pottur og veitingasala og einnig gott tjaldsvæði.
{gallery}bjarnarfjardara{/gallery}
Veiðifélag Bjarnarfjarðará er umsjónaraðili árinnar. Nokkrar jarðir standa að veiðifélaginu. Veiðidögum er skipt niður á jarðirnar og þær ráðstafa þeim að eigin vilja. Sumar þeirra selja veiðileyfin áfram en aðrar nýta leyfin sjálf. Inni á veiða.is má finna nokkra lausa daga í ánni.
Nánari upplýsingar: [email protected]