í landi Spóastaða

Staðsetning:   Á suðurlandi 85 km frá Reykjavík. Keyrt er yfir brúna við Brúará og tekinn afleggjarinn til hægri í átt að Skálholti. Spóastaðir er næsti bær vestan við Skálholt, er á mörkum Biskupstungnabrautar og Skálholtsvegar.   Veiðisvæðið spannar 4.6 km kafla á austurbakka Brúarár, það er fyrir landi Spóastaða.  Hægt er að keyra að eða nálægt flestum veiðistöðum. Ekki er leyfilegt að veiða á bakkanum gengt Spóastöðum, hann tilheyrir bænum Seli.

Almennar upplýsingar

Leyfilegt agn:  Fluga, maðkur og spónn
Bestu flugur fyrir bleikju:  Peacock, Móbútó, Pheasant tail og ýmsir kúluhausar
Veiðitími:  1. apríl til 28. september
Stangafjöldi:  8 stangir nema 10. – 20. ágúst, þá eru 4 stangir
Daglegur veiðitími:  frá kl 8:00 til 22:00 (1 apríl – 20 ágúst) Og frá kl 8:00 til 21:00 (21 ágúst – 25 september)

{gallery}bruara1{/gallery}

Hér er kort af Brúará fyrir landi Spóastaða.

Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins, hún er lindá og vatnasvæðið um 700 KM2, rennsli mjög jafnt eða um 67 rúmmetrar á sek.  Lengd hennar er 44 km.
Veiði í Brúará er stunduð frá nokkrum bæjum,  lax og silungsveiði á stöng.  Silungurinn er bæði sjógenginn og staðbundinn 0.5 til 1.5 kg að þyngd.  Lax gengur einkum í ágúst og september.

Aðstöðuhús: Fínn kofi fyrir nesti með hreinlætisaðstöðu opin öllum veiðimönnum.
Umsjónarmaður: Áslaug Jóhannesdóttir er umsjónarmaður veiðisvæðisins og hægt er að fá upplýsingar um veiðileyfi og veiðisvæðið í sími 486 8863.

Veiðimenn eru vinsamlega beðnir um að fylla skilmerkilega inn í veiðibókina allan afla að loknum veiðidegi. Veiðibókin er í veiðihúsinu.

Hérna eru réttu flugurnar í Brúará

Umræða á torginu um Brúará                                            Laus veiðileyfi