Fossálar eru á Síðu í V-Skaftafellssýslu um 15 km austan við Kirkjubæjarklaustur. Ekinn er þjóðvegur 1 sem leið liggur yfir brúna yfir Fossálana og tekinn fyrsti vegslóði til hægri af þjóðvegi 1 í gegnum merkt hlið Þar er slóðanum fylgt, sem er vel merktur þar til að húsinu kemur. Veiðisvæðið nær frá landamærum gegnt Orrustuhól, rétt ofan gömlu þjóðvegarbrúarinnar og til merkja á Brunasandi þar sem veiðisvæði Vatnamóta tekur við.
Syðri-Áll er einnig með þessu svæði og eru upptök hans við hraunbrúnina, hjá veiðihúsinu og sameinast Fossálum á Brunasandi. Rétt er að veita því svæði nokkra athygli því þar er oft ágæt veiði þó svo það láti lítið yfir sér. Veiðin er bleikja fyrri hluta sumars sjóbirtingur er líða tekur á.
Veiðitölur:
Árið 2008 um 60 fiskar
Almennar upplýsingar
Veiðitímabil: Frá 20. júní – 18. okt.
Sumartíminn: Húsið er leigt út í fjóra daga í senn yfir sumartímann sem stendur frá 20.júní til 7. ágúst ásamt þremur stöngum frá 22. júní til 7. ágúst.
Veiðitilhögun: Veitt er í tvo stangardaga með skiptingu á miðjum degi og veitt er með þremur veiðistöngum allan veiðitímann.
Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22 frá 1. júní – 14. ágúst, en eftir það frá 7-13 og 15-21
Leyfilegt agn: Fluga, spónn, maðkur og devon.
Seld eru leyfi til 18. október þar sem leyfi fékkst fyrir framlengingu síðasta ár, ef einhverra hluta vegna framlenging verði ekki heimiluð verða þau veiðileyfi sem seld eru þann tíma endurgreidd.
Veiðihús:
Mjög gott veiðihús er við ána og er aðstaða eins og best verður á kosið. Húsið er rafvætt og í því eru tvö þriggja manna herbergi. Húsið er staðsett við hraunjaðarinn við Syðri-Ál í ákaflega fallegu umhverfi, en náttúrufegurð svæðisins er einstök. Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkan 14 brottfarardag. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl.
Veiðimenn leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.
Verð veiðileyfa í haustveiði: 14.500 – 19.800 (lægra fyrir félagsmenn)
Nánari upplýsingar:Vefur svfk, www.svfk.is
Ódýr gisting og veiðileyfi
Húsið er leigt út í fjóra daga í senn yfir sumartímann sem stendur frá 20.júní til 7. ágúst ásamt þremur stöngum.
Hvert holl kostar 21.600 krónur.