Grímsá í Lundareykjadal er vel þekkt og telst til bestu laxveiðiáa landsins. Grímsá rennur úr Reyðarvatni, inn af Lundarreykjadal. Í það falla smáár og lækir, að nokkru leiti uppsprettuvatn, sem gefa Grímsá nokkurn lindarársvip.Tunguá (hliðará Grímsár) rennur í Grímsá við Veiðistað 600. Oddstaðfljót.

Samanlagt vatnasvið ánna er 313 ferkílómetrar. Heildarlengd Grímsár er 42 km. en laxgeng er hún 32 km.

Heildarlengd Tunguár er 20 km. þar af laxgengi hlutinn 10 km.  Meðalveiði í báðum ánum árin 1974 til 2008 er 1357 laxar.  Mest árið 2008, þá 2223, en minnst árið 1982, þá 717 laxar.

Laxveiði hefur lengi verið stunduð í Grímsá, og í Egils sögu er sagt frá mannskæðum bardaga á Laxafit, sem Björn Blöndal telur hafa verið austurbakka Langadráttar. Í elstu máldögum Reykholtskirkju, (1236) er frá því greint að hún eigi 5 hluta veiði í Grímsá, og gangi 3 frá. Einnig að kirkjan eigi hlaupagarða í Grímsá og ástemmu í Reyðarvatnsósi. Langt er nú síðan ástemman og hlaupagarðarnir hafa verið nýttir en enn í dag á Reykholtskirkja 5/8 hluta allrar veiði í Laxfossi.

Fyrst er vitað um stangaveiði í Grímsá árið 1862, og voru þar enskir menn á ferð. Eftir það nýttu Englendingar neðri hluta árinnar að mestu leiti allt fram á fyrri heimstyrjöld og einnig að nokkru leiti á millistríðsárunum. Frá seinna stríði og fram yfir 1970 nýttu landeigendur sjálfir veiðina eða leigðu hana ýmsum innlendum aðilum. 1971 er síðan stofnað veiðifélag um báðar árnar og vatnasvæðið síðan leigt.

 Almennar upplýsingar

Staðsetning: 70km vestur frá Rkv.
Veiðitímabil: 22 júní – 24 september
Lengd: 32km 
Meðalveiði síðustu 10 ár: 1460 laxar
Stangarfjöldi: 8
Leiðsögumenn: Ef óskað er eftir
Veiðihús: Full þjónusta
Ath: Öllum laxi yfir 69 cm skal sleppt Kvóti eru 2. fiskar á dag sem má taka, eftir það er veitt og sleppt.
Veiðikort (PDF)
Staðsetning (Google)

Veiðitölur úr Grímsá

Allar nánari upplýsingar um Grímsá, s.s. laus veiðileyfi, er hægt að nálgast á Hreggnasi.is. Einnig er hægt að hringja í síma 577 2230 & 898 2230.