Hólmavatn er í Hvítársíðu, og er um 2,4 ferkílómetrar að flatarmáli og er í 358 m hæð yfir sjó. Í vatninu er bæði urriði og bleikja. Vatnið tilheyrir jörðunum Þorvaldsstöðum og Gilsbakka. Útfall vatnsins er til norðurs, um Skammá, en hún fellur í Lambá. Góður jepplingavegur er frá Þorvaldsstöðum að vatninu, um 7 km. Vatnssalerni er við vatnið og ágætt að tjalda.
Lambá er skemmtileg silungsveiðiá og er veiðisvæði hennar frá Grunnuvötnum að fossbrún neðan við Skammá.
Almennar upplýsingar:
Stærð Fiska: Allt að 6 pundum
Leyfilegt agn: Spúnn, fluga, maðkur.
Veiðitímabili: 20. júní – 10. september
Fjöldi stanga: Seldar eru 8 stangir í Hólmavatn og 2 stangir í Lambá.
Verð á stöng í Hólmavatn sumrið 2013 er kr. 5.000 á dag.
Verð á stöng í Lambá sumarið 2013 er kr. 5.000 á dag.
Nánari upplýsingar: Veiðleyfi eru bókuð og seld á Þorvaldsstöðum. Upplýsingar gefur Halldór í Síma 894 0325 og í netfanginu [email protected].