Jörðin Hraun (Hraunstorfan) er staðsett vestan Ölfusárósa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Land Hraunstorfunnar, sem Hraun er hluti af, er um 2400 ha ef landhelgi jarðarinnar (netlög) er talin með. Land jarðarinnar eru að mestum hluta hraun, sandur og mýrar, en ræktanlegt land er lítið.
 
Stangveiði hefur lengi  verið stunduð á Hrauni.  Áður en Eyrarbakkavegur var lagður var aðeins farið að ánni um hlaðið á Hrauni.  Fyrst eftir lélegum vegslóða og síðar eftir vegi frá bænum sem lá í sandnámurnar við sjávarkambinn.  Leiðin niður í ós var eftir Leirum, sem eru harðar sandeyrar að ofanverðu en með lausari sandi þegar neðar kemur.  Einnig var hægt að fara vegslóða ofan árbakkans í lausum og þungum sandi.  Oft kom það fyrir á þessum tíma að bílar urðu fastir í lausum sandinum og gerðist það stundum að þeim varð ekki forðað undan flóði.
 
Aðkoma er af Eyrarbakkavegi  nr. 34.
Aðalveiðistaðirnir eru í ósum  Ölfusár, bæði fyrir ofan og neðan brú (sjá kort).
Aðallega veiðist sjóbirtingur, einnig bleikja, en lax tekur sjaldan í ósnum, þó alltaf gerist það annað slagið.
 
Mesta veiðivonin er rétt fyrir aðfall og meðan fellur að.  Oft er betra að byrja neðst í ósnum og færa sig ofar þegar fellur meira að.  Á útfallinu getur verið gott að vera ofarlega eða þar sem landállinn slær sig að bakkanum, þegar byrjar að falla aftur út.  Fiskurinn, sem oftast er í ósnum í æti, og þá sérstaklega í sandsíli, fylgir flóðinu upp í ána og gengur síðan niður þegar fellur aftur út.
 
Bílastæði 1. Við brúarendann sunnan vegarins er bílastæði og ef veitt er í ósnum þá geta fjórhjóla-drifsbílar keyrt slóða sunnan vegar að ánni og fram í ósinn.  Gæta skal þess að aka slóða og ekki á grónu landi, aðeins efst í flóðfarinu með ánni.
Bílastæði 2.  Norðan vegar, um 300 m  vestan við  brúarvegriðið er annað bílastæði.  Bílum er lagt þar ef veitt er rétt ofan brúar.
Bílastæði 3. Ef veitt er ofar, um 1 km vestan við brú, þá er hægt að keyra niður að ánni, en aðeins á slóða sem liggur frá Eyrarbakkaveginum niður að ánni.  Hægt er að aka fólksbílum niður á bakkann og er þá  stutt að ánni.
Bílastæði 4.  Efsta svæðið er nokkru ofar er bílastæði við veginn. Gengið niður að ánni, u.þ.b. 100 m.  Einnig er hægt að aka fjórhjóla-drifs bílum niður að ánni ef farið er eftir vegi sem er vestar og liggur niður á sandeyrarnar  og er þá keyrt eftir þeim (aðeins í fjöru) suður eftir bökkunum að ánni á móts við fyrrnefnt bílastæði 4.
Flóðahætta.  Allir sem aka að ánni verða að gæta þess að fylgjast með flóði sem getur í stórstrauminn flætt alveg að bökkum og verður þá ekkert undanfæri ef bílum er ekki forðað í tæka tíð.
 
Veiðitímabil: 1. apríl til 20.  september.
Veiðitími: 7:00 – 22:00
Verð á leyfum: Hver stangardagur kostar kr. 2.000
 
 

Þegar Ölfusá rann meira með vesturlandinu voru miklir veiðistaðir ofar í ánni,sérstaklega við svokallaða Hamarenda.  Þar veiddist aðallega bleikja og nokkuð af sjóbirting.  Bleikjustofninn hefur verið í mikilli lægð síðasta áratuginn en ýmislegt bendir til að hann sé að hjarna við. Hin síðari ár hefur Ölfusáin færst meira til austurs og hefur því minnkað verulega í henni að vestanverðu. Í gegnum aldirnar hefur Ölfusá færst milli bakka (austur – vestur-) á um það bil 80 ára fresti.  Nú er áin í austursveiflu og eru engin merki enn um að hún sé að færa sig vestur yfir.
 
 
Veiðileyfi eru seld á Hrauni, sími 8642730 / 8977467.  Litlu-Kaffistofunni, sími 5577601 og í Hafinu-Bláa, sími 4831000.