Áin fellur í austanverðan Skagafjörð um 18 km. norðan Hofsóss réttsunnan við kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð. Þar bjó forðum galdraklerkurinn Hálfdán á Felli. Þetta skemmtilega veiðisvæði býður upp á mjög fallega sjóbleikju, urriða og laxavon.
Húsið er staðsett í landi Tjarna. Ekinn er þjóðvegur nr. 76 framhjá bænum Tjarnir sem leið liggur yfir brúna og tekinn fyrsti afleggjari til hægri.
Veiðin 2008 var rúmlega 300 silungar.
Veiðitímabil: Frá 20. júní – 20. sept.
Veiðitilhögun: Veitt er í tvo stangardaga frá hádegi til hádegis.
Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22 frá 1. júní – 14. ágúst, en eftir það frá 7-13 og 15-21
Leyfilegt agn: Fluga, spónn, maðkur og devon frá ósi og að brúnni á Siglufjarðarvegi. Þar fyrir ofan er spónn ekki leyfður.
Hægt er að aka um neðri veiðistaði árinnar en til að komast fram á dal þarf að nota tvo jafnfljóta.
Veiðihús
Veiðihúsið hefur verið tekið í gegn að innan og er komið heitt vatn í húsið ásamt sturtu, nýtt parket á gólfum ofl. Húsið er með tveimur tveggja manna herbergjum auk svefnlofts. Húsið er rafvætt og helstu tæki eru til staðar, svo sem eldavél, ísskápur, kaffivél, brauðrist ofl.
Gasgrill er á staðnum.
Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkan 14 brottfarardag. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl.
Veiðimenn leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.
Nánari upplýsingar:[email protected]