Laxá í Kjós og Bugða hafa um langt árabil verið með bestu laxveiðiám landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði. Aðgengið að ánni er þægilegt og nægir 4 x 4 fólksbíll fyllilega til að athafna sig á bökkum Laxár í Kjós.
Í Laxá í Kjós og Bugðu veiddust 1.404 laxar sumarið 2009 og var síðsumarsveiðin í ánni mjög góð eins og mörg undanfarin ár en hafa ber í huga að maðkur er ekki leyfður að hausti til. Kjósin er skemmtileg fluguveiðiá og flesta veiðistaði má veiða með einhendu.
Veiðimenn gista í nýju og glæsilegu veiðihúsi. Veiðitími hefur verið færður aftur svo um munar því nú opnar Kjósin ekki fyrr en 20. júní. Hausttíminn í Laxá og Bugðu er nú orðinn ákaflega álitlegur, en breytt veiðitilhögun eykur nú veiðina síðsumars. Athugið að í Bugðu skal öllum laxi sleppt.
Almennar upplýsingar
Staðsetning: 30km frá Reykjavík.
Veiðitímabil: 20. júní – 25. september
Lengd: 25km, 100 hyljir
Meðalveiði síðustu 10 ár: 1341 lax
Stangir: 8-10
Veiðileiðsögumenn: Ef óskað er eftir
Veiðihús: Full þjónusta
Ath: Öllum laxi yfir 69cm skal sleppt
Veiðitölur úr Laxá í Kjós
Allar nánari upplýsingar um Laxá í Kjós, s.s. laus veiðileyfi, er hægt að nálgast á Hreggnasi.is. Einnig er hægt að hringja í síma 577 2230 & 898 2230.