Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km. löng og fellur í Þistilfjörð. Vatnasvið hennar er 350 ferkm. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 187 laxar, minnst árið 1984, 29 laxar, mest 384 árið 1993. Leyfð er veiði á tvær til þrjár stangir. Nýtt og glæsilegt veiðihús er við ána með sér baði í hverju herbergi. Hægt er að keyra að flestum hyljum á neðstu tveimur svæðunum en ganga verður uppá svæði 3.
Almennar Upplýsingar
Staðsetning: 170km frá Akureyri
Veiðitímabil: 1. júlí – 14. september
Besti tími: Miður Júlí – seint í Ágúst
Lengd: 17km.
Meðalveiði seinustu 9ár: 310 laxar
Stangir: 2-3
Veiðileiðsögumenn: Ef óskað er eftir
Veiðihús: Án þjónustu
Ath: Öllum Laxi er sleppt, og skal særður lax njóta vafans og sleppt.
Veiðikort (PDF)
Staðsetning (Google)
Veiðitölur úr Svalbarðsá
Allar nánari upplýsingar um Svalbarðsá, s.s. laus veiðileyfi, er hægt að nálgast á Hreggnasi.is. Einnig er hægt að hringja í síma 577 2230 & 898 2230