Tunguá í Borgarfirði fellur í Grímsá á móts við Oddstaði og Brautartungu. Hún á upptök í vestanverðu Kvígyndisfelli, og er 20 km. löng. Um það bil 10 km. frá ármótum er Englandsfoss, 8 m. hár og ekki fiskgengur. Vatnasvið Tunguár 67 ferkm.
Veiðifélag Grímsár og Tunguár nýtir svæðið ofan fossins til seiðasleppinga með allgóðum árangri. Sleppt er ca. 25 000 sumaröldum seiðum sumar hvert og virðist um það bil þriðjungur þeirra ganga til sjávar strax næsta vor. Vaxtarskilyrði fyrir seiði eru ákjósanleg og Tunguáin ákaflega þýðingarmikil fyrir seiðauppeldi á Grímsár- Tunguár- vatnasvæðinu.
Tunguá er hrein dragá og verður vatnslítil í þurrkum. Í ánni eru hinsvegar góðir hyljir þar sem lax liggur iðulega í þónokkru magni. Tunguá hentar einkar vel til fjölskylduferða.
Almennar Upplýsingar
Staðsetning: 70km frá Rkv.
Tímabil: 22. júní – 24. september
Lengd: 10 km
Meðalveiði: Um 100 laxar
Stangir: 2
Veiðileiðsögumenn: Ef óskað er eftir
Veiðihús: Án þjónustu
Ath: Öllum laxi yfir 69cm skal sleppt
Veiðikort (PDF)
Staðsetning (Google)
Allar nánari upplýsingar um Tunguá, s.s. laus veiðileyfi, er hægt að nálgast á Hreggnasi.is. Einnig er hægt að hringja í síma 577 2230 & 898 2230.