Blanda hefur til lengri tíma verið ein af betri laxveiðiám landsins.
Hér að neðan má finna lausa daga í Blöndu í ágúst og sept 2024. Seldir eru heilir, stakir dagar. Stakar stangir. Veiðimenn skipta svæðum á milli sín á sanngjarnan máta, ákveða róteringu sjálfir.
Fluga er eina leyfilega agnið og skal öllum laxi sleppt.
Hefðbundinn veiðitími.
Ekkert hús og engin gisting.
Veiðiskýrslu skal senda í lok dags á netfangið [email protected]
