Brunná í Öxafirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Veiðisvæði Brunnár er um 10 km langt með um 45 merktum veiðistöðum en það skiptist í grunninn í tvö svæði. Neðra svæðið er býsna vatnsmikið og nær frá Smjörhólsárfossi og allt niður til sjávar. Smjörhólsárfossinn er rétt ofan við bæinn Leifsstaði. Efra svæðið, Gilsbakkaá, nær frá téðum fossi og upp að gamla bænum í Gilshaga.

Staðsetning – Brunná er í Öxarfirði, 155 km austur af Akureyri, 64 km austur af Húsavík og 6 km austur af Ásbyrgi.

Engin vara fannst sem passar við valið

Title

Go to Top