Fremri Laxá er bergvatnsá sem rennur í Laxárvatn en á uppruna sinn í Svínavatni. Áin er fremur nett veiðiá, kjörin fyrir fluguna og ekki síður þurrfluguna. Fremri Laxá er ein af betri urriðaám landsins en á hverju sumri veiðast nokkrir laxar í Fremri Laxá.  Sá fjöldi urriða sem gengur í ána yfir sumarmánuðina er gríðarlegur og oft er veiðin það mikil að veiðimenn tapa fljótt tölunni á fjölda fiska. Fremri laxá er gríðarlega vinsæl veiðiá og þeir sem ná í holl í ánni, halda yfirleitt vel í þau. Hér er hægt að lesa nánar um Fremri Laxá.

Veitt er með 3 stöngum að hámarki á hverjum degi í Fremri Laxá og eru þær stangir seldar saman í einum pakka. Verðið hér á síðunni er fyrir 3 stangir, sjá skýringar með dagsetningum. Fluguveiði.

Gamla veiðihúsið/kofinn sem er við ána fylgir með leyfunum en einnig er hægt að leigja mjög gott, ný uppgert hús sem stendur steinsnar frá ánni.