Hólmasvæðið og Mávabótaálar í Skaftá er mjög gott sjóbirtingssvæði rétt austan við Kirkjubæjarklaustur. Veitt er með 6 stöngum á svæðinu og eru stangirnar seldar saman í einum pakka. Ágætis veiðihús stendur veiðimönnum til boða. Húsið er fremur „einfalt“, – Gaskynding og sólarsellulýsing. Salerni. Svefnpokapláss.

Ágætt færi er að húsinu. Auðvelt er að ganga frá húsinu niður á veiðisvæðið en enn betra að hafa með sér fjórhjól eða ferðast um á breyttum jeppa.

Veiðitíminn á þessu svæði er frá 10. júlí og fram í byrjun september. Allt agn er leyfilegt. Gætið hófs og sleppið endilega stórum birtingi.

Engin vara fannst sem passar við valið

Title

Go to Top